TIME

Grunnupplýsingar

Programme CZ07

Institutional Cooperation Project within the Programme EEA and Norway Grants – EEA Scholarship Programme; Bilateral Scholarship Programme

Project: EHP – CZ07-ICP-2-133-2015
1. 7. 2015 – 30. 6. 2016

Tækni í nútímamenntun

TIME er samstarfsverkefni milli framhaldsskóla þar sem kennarar og nemendur frá Gymnazium Teplice í Tékklandi og Menntaskólinn í Kópavogi á Íslandi munu nota tölvutæknina til að leysa vandamál sem tengjast hagnýtri tækni og vísindum og bera síðan saman niðurstöður sínar. Tölvuforrit og námsvefir á netinu verða notuð við samstarfið. Markmiðið er að búa til fimm námsverkefni úr ýmsum greinum náttúruvísinda og munu þau nýtast sem hluti valáfanga fyrir 18 ára nemendur. Verkefnið mun hvetja nemendur og hjálpa þeim að efla vísindalega þekkingu sína og einnig undirbúa þá fyrir frekara nám á þriðja þrepi. Með skoðanaskiptum og upplýsingagjöf milli þátttakenda gefst þeim einnig kostur á að kynnast framandi skólakerfi og menningu. Með verkefninu munu þátttakendur öðlast betri skilning á mismunandi þáttum innan náttúruvísindanna og mismunandi menningarheildum auk þess að þróa með sér hæfileika til að vinna saman í hóp og sýna ábyrgð.

Supported by a grant from Iceland, Liechtenstein and Norway through the EEA Financial Mechanism and the Norwegian Financial Mechanism.